Framarar voru ekki í vandræðum með HK í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Leikið var á heimavelli Fram í Úlfarsárdal og lauk með 13 marka mun, 39:26, Fram í dag. Yfirburðirnir voru miklir eins e.t.v. mátti vænta þar sem HK hefur átt erfitt uppdráttar og er í neðsta sæti með tvö stig.
Upp úr miðjum fyrri hálfleik var forskot Fram þegar orðið níu mörk, 13:4, og 13 mörkum munaði eftir fyrri hálfleik, 24:11.
Þórey Rósa Stefánsdóttir var atkvæðamest hjá Framliðinu með níu mörk en annars skoruðu 11 leikmenn liðsins að minnsta kosti eitt mark. Athygli vakti að unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ingunn María Brynjarsdóttir stóð í marki allan leikinn en landsliðsmarkvörðuinn Hafdís Renötudóttir fylgdist með frá hliðarlínunni.
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 9, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Madeleine Lindholm 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 13.
Mörk HK: Kristín Guðmundsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 5, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 7, Ethel Gyða Bjarnasen 1.
Staðan í Olísdeildunum og næstu leikir.