- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Alfreð í upphitun fyrir Ólympíuleikana

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari þýska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handknattleik unnu öruggan sigur, 36:26, á landsliði Brasilíu í fyrri vináttuleik þýska landsliðsins í undirbúningnum fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum. Leikið var í Nürnberg að viðstöddum rétt tæplega 700 áhorfendum. Þýska landsliðið hefur ekki leikið fyrir framan áhorfendur síðan í janúar 2020 í lokakeppni EM.


Þýska landsliðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, og tók öll völd á leikvellinum á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks. Náði það mest tíu marka forskoti, 27:17. Brasilíumenn vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið um skeið.


„Þetta var góður leikur af okkar hálfu þótt eitt og annað megi bæta,“ sagði Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla eftir viðureignina um leið og hann varaði við bjartsýni. Þýska liðið mætir egypska landsliðinu í vináttuleik á sunnudaginn.

Mörk Þýskalands: Timo Kastening 7, Marcel Schiller 6, Johannes Golla 4, Paul Drux 3, Uwe Gensheimer 3, Steffen Weinhold 3, Kai Häfner 2, Juri Knorr 2, Finn Lemke 2, Tobias Reichmann 2, Jannik Kohlbacher 1, Hendrik Pekeler 1.

Mörk Brasilíu: Leonardo Dutra 8, João Da Silva 3, Haniel Langaro 3, Gustavo Rodrigues 3, Fábio Chiuffa 2, Vinícius Teixeira 2, Cleber Andrade 1, José De Toledo 1, Rogério Moraes Ferreira 1, Thiago Ponciano 1, Guilherme Torriani 1

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -