- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Guðjóni Val og Elliða Snæ

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, komst á ný í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með öruggum sigri á Eisenach á heimavelli, 33:24, á heimavelli eftir að hafa verið með yfirburði í leiknum frá upphafi.

Þetta var fyrsti leikur Gummersbach eftir nokkurt hlé eftir að kórónuveiran skaut upp kollinum í herbúðum liðsins fyrir um hálfum mánuði.

Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö af mörkum Gummesbach-liðsins sem tók völdin í leiknum strax í upphafi og var m.a. 13:3 yfir eftir um 20 mínútna leik. Elliða Snæ var vísað einu sinni af leikvelli enda fastur fyrir í vörninni að vanda.
Eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 18:8, slakaði Gummersbach aðeins á klónni í síðari hálfleik.
Hornamaðurinn Raúl Santos fór á kostum í liði Gummersbach og skoraði 11 mörk í 12 skotum.


Staðan í deildinni:
Gummersbach 14(8), Dessauer 13(10), Hamburg 12(8), Lübeck-Schwartau 12(8), Hamm-Westfalen 10(8), N-Lübbece 9(7), Elbflorenz 9(8), Dormagen 8(6), Wilhelmshavener 8(7), Eisenach 8(9), Ferndorf 7(6), Rimpar 7(8), Grosswallstadt 7(9), EHV Aue 6(4). Konstanz 4(8), Emsdetten 3(9), Hüttenberg 3(9), Bietigheim 2(4), Fürstenfeldbruck 2(8).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -