- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Stórsigur hjá Noregi og Danmörku – gulltryggð sæti í átta liða úrslitum

- Auglýsing -

Norska landsliðið tók það tékkneska í kennslustund í handknattleik í kvöld í viðureign liðanna í milliriðlakeppni HM kvenna í handknattleik. Leikið var í Westfalenhalle í Dortmund. Tékkar vissu ekki sitt rjúkandi ráð frá upphafi til enda. Þeim tókst aðeins að skora 14 mörk, þar af sex þeirra í síðari hálfleik í 23 marka tapi, 37:14.

Serbar eða Svartfellingar

Norska landsliðið er þar með gulltryggt um sæti í átta liða úrslitum og mun mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti í milliriðli tvö sem íslenska liðið er í. Andstæðingur Noregs verður annaðhvort Serbía eða Svartfjallaland.

Nýr landsliðsþjálfari Noregs, Ole Gustav Gjekstad fer vel af stað með liðið. Ljósmynd/EPA

Þetta var fimmti sigur norska landsliðsins á HM. Fram til þessa hefur enginn andstæðinganna haft eitthvað í liðið að segja.

Brasilía fylgir norska landsliðinu í átta liða úrslit og leikur við Þýskaland. Þetta er ljóst þótt ein umferð sé eftir í milliriðli tvö og fjögur.

Anniken Wollik var markahæst hjá Noregi með sex mörk. Henny Reistad og Ingvild Bakkerud voru næstar með fimm mörk hvor.

Vandræðalaust hjá Dönum

Danir eiga einnig víst sæti í átta liða úrslitum. Danska landsliðið átti ekki í erfiðleikum með landslið Sviss í Rotterdam, 36:23. Aðeins var fjögurra marka munur í hálfleik, 17:13.

Helena Elver var markahæst hjá Dönum með sex mörk eins og Kristina Jørgensen.

Ungverjar elta Dani áfram í átta liða úrslit um milliriðil eitt. Ungverjar sluppu fyrir horn í kvöld gegn japanska landsliðinu, 26:26. Japanir voru yfir allan leikinn og voru m.a. með sex marka forskot í síðari hálfleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -