- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Rúnari – keppinautur Gummersbach tapaði

Rúnar Sigtryggsson t.h. ásamt Rüdiger Jurke framkvæmdastjóra EHV Aue. Mynd/EHV Aue
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í EHV Aue unnu mjög góðan sigur á útivelli í kvöld er þeir sóttu Grosswallstadt heim, lokatölur 33:24, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Aue er þar með í áttunda sæti deildarinnar.

Ljóst er af tölunum að leikmenn Aue hafa lagt grunn að þessum örugga sigri í fyrri hálfleik. Sveinbjörn Pétursson kom ekkert við sögu í leiknum. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendinginu.
Annað Íslendingalið, Bietigheim, vann Wilhelmshavener, 34:29, á útivelli og er þar með komið upp í sjöunda sæti. Aron Rafn Eðvarðsson stóð annan hálfleikinn í marki Bietigheim og varði þrjú skot.


N-Lübbecke, sem er í harðri keppni um annað sæti deildarinnar við Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tapaði í kvöld fyrir Lübeck-Schwartau, 33:30, á útivelli. Gummersbach lék ekki í kvöld en er stigi á eftir N-Lübbecke og á leik til góða. Hamburg er efst og þremur stigum á undan Gummersbach eftir öruggan sigur á Emsdetten í kvöld.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -