Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu allar mikið til sín taka í kvöld þegar lið þeirra, Blomberg-Lippe, sótti heim TuS Metzingen til suðurhluta Þýskalands og vann stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12:8. Leikmenn Blomberg-Luppe voru lengi í gang eftir langa rútuferð en þegar þær komust á skrið áttu leikmenn TuS Metzingen ekkert svar.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 5 mörk, var með 5 stoðsendingar, 1 skapað færi og stal boltanum einu sinni.
Andrea skoraði 3 mörk, átti 3 stoðsendingar, var 1 stolinn bolta, 1 fiskað vítakast, náði 2 fráköstum og varði 1 skot í vörninni.
Elín Rósa skoraði ekki mark en gaf 5 stoðsendingar sem skiluðu frekari árangri auk þriggja skapaðra færa.
Blomberg-Lippe hefur 20 stig eftir 12 leiki í öðru sæti. Dortmund er efst með 20 stig að loknum 11 leikjum. Bensheim-Aurebach er skammt á eftir með 18 stig eftir 11 leiki.
Önnur úrslit í kvöld:
Dortmund – Zwickau 43:27.
Thüringen – Buxtehunder 27:23.





