- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur í Mingechevir – Haukar í 16-liða úrslit

Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum skoraði 10 mörk í dag. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Haukar eru komnir í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handknattleik eftir að hafa unnið Kur frá Aserbaísjan öðru sinni á tveimur dögum, 38:27, í Mingechevir. Haukar unnu fyrri viðureignina í gær, 30:25. Dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar á þriðjudaginn, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Leikir 16-liða úrslit fara fram í febrúar.


Haukar voru með tögl og hagldir frá upphafi til enda leiksins í Mingechevir í dag. Þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13, og juku forskot sitt upp í fimm til sex mörk í fyrri hluta síðari hálfleiks. Sterkur varnarleikur Hauka sló vopnin úr höndum leikmanna Kur sem jafnt og þétt játuðu sig sigraða þegar nær dró leikslokum. Kur tók leikhlé fjórum mínútum fyrir leikslok, tíu mörkum undir, 35:25. Leikhléið hjálpaði ekkert upp á sakirnar.

Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 10, Freyr Aronsson 6, Össur Haraldsson 4, Geir Guðmundsson3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Þráinn Orri Jónsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Birkir Snær Steinsson 1, Kristinn Pétursson 1, Jakob Aronsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 6, 31,5% – Vilius Rasiams 4, 22%.

Leggja af stað í kvöld

Haukar fara frá Mingechevir til Baku í kvöld en það er nærri 400 km leið. Þeir fljúga síðan frá Bakú til Istanbúl, þaðan til München og verða vonandi heima annað kvöld.

Streymt var frá leiknum í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -