- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórskyttu sagt upp störfum

- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Harðar sagði á dögunum upp samningi sínum við Lettann Raivis Gorbunovs. Frá þessu er greint í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar sem kom fyrir eyru almennings í gærkvöld og er m.a. aðgengilegur á hlaðvarpsveitum.

Í stað Gorbunovs hafa forsvarsmenn Harðar samið við króatíska skyttu sem mun vera 195 sentímetrar að hæð og hinn vaskasti á allar lundir, samkvæmt myndskeiðum sem Harðarmenn hafa séð af kappanum. Nafn Króatans fylgir ekki sögunni í hlaðvarpsþættinum.


Gorbunovs var markahæsti leikmaður Harðar á síðasta keppnistímabili í Grill66-deildinni. Agabrot er ástæða uppsagnarinnar og samkvæmt frásögn Handboltans okkar mun hafa slegið í brýnu á milli Gorbunovs og leikmanns körfuknattleiksliðs á Ísafirði.


Það fylgir sögu Gorbunovs frá Ísafirði að hann hafi umsvifalaust samið við norska C-deildarliðið Bergsøy IL Handball sem Lárus Gunnarsson tók við þjálfun á í sumar. Norska félagið hefur enn sem komið ekki greint frá komu Lettans.

Uppfært: Fyrir stundu birti handknattleiksdeild Harðar neðangreinda tilkynningu á Facebooksíðu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -