- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórt fyrir mig að fá að vera með

Ísak Steinsson og Björgvin Páll Gústavsson markverðir í hádegissólinni í Chalkida í dag. Ljósmynd/Ívar
- Auglýsing -


„Það var alveg geggjað þegar Snorri hringdi í mig og sagði að ég yrði með í leikjunum við Grikki,“ segir nýliðinn og markvörðurinn Ísak Steinsson í samtali við handbolta.is fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Chalkida í Grikklandi í morgun.

Ísak kom til borgarinnar í gærkvöld og var þar með að fara á sína fyrstu æfingu. Hann komst ekki fyrr vegna leiks með Drammen í norsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöld.

„Það er mjög stórt fyrir mig að fá að vera með, taka þátt í fundum og læra og hefja ferilinn með Bjögga sem hefur mikla reynslu,“ segir Ísak sem leikið hefur með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár, síðast með U20 ára landsliðinu á EM í fyrra.

„Í Drammen er ég með ungan markmann með mér og því alveg ný upplifun fyrir mig að vera með reyndan mann með mér sem hefur upplifað allt í þessu. Svo hlakka ég einnig til að njóta leiðsagnar Rolands. Ég er alveg viss um að þetta verður mjög fínt,“ segir Ísak sem er fæddur og uppalinn í Noregi. Móðir hans, Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, er íslensk en faðurinn norskur, Stein Simonsen.

Lengra viðtal við Ísak er myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Leikur Grikklands og Íslands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma á morgun, miðvikudag. Síðari viðureignin fer fram á laugardaginn í Laugardalshöll. Miðasala er midix.is.

A-landslið karla, fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -