- Auglýsing -
Portúgalsmeistarar Sporting stigu skref í átt að því að verja meistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu FC Porto, 35:32, í viðureign liðanna sem fram fór í Dragao Arena í Porto. Sporting hefur þar með eins vinnings forskot á Porto í úrslitakeppni fjögurra efstu liða portúgölsku 1. deildarinnar.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk fyrir Sporting.
Þorsteinn Leó Gunnarsson var ekki í leikmannahópi FC Porto.
Hann er meiddur eftir því sem Magnus Andersson þjálfari Porto segir á heimasíðu félagsins. Einnig voru David Fernández og Miguel Oliveira fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Ofan á annað fékk Daymaro Salina rautt spjald í síðari hálfleik.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -