- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strákarnir okkar unnu öruggan sigur á Georgíu

Landslið Íslands sem lék við Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudaginn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson skrifar frá Tíblisi, [email protected]

Íslenska landsliðið er komið í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik eftir öruggan sigur á Georgíumönnum í Tíblisi í dag, 30:25, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13. Íslenska landsliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni. Næstu leikir verða um miðjan mars við Grikki, heima og að heiman. Undankeppninni lýkur síðan í fyrri hluta maí.

Í kvöld eigast við Bosnía og Grikklandi í hinni viðureign annarrar umferðar 3. riðils undankeppninnar.

Leikurinn í Tíblisi í dag var sá fyrsti á milli A-landsliða þjóðanna í karlaflokki í handknattleik.

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja

Ísland var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur, forskotið rokkaði frá þremur mörkum og niður í eitt og fyrir kom að staðan var jöfn. Ómar Ingi Magnússon skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks úr vítakasti, 14:13.

Í seinni hálfleik náði íslenska liðið betri tökum á leiknum, ekki síst framan af og náðu upp í sex marka forskoti. Mistökum í sóknarleiknum fækkaði sem skila sér í forskoti því vörnin var áfram afar sterk og Viktor Gísli var vel með á nótunum í markinu.

Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 6/2, Janus Daði Smárason 6, Haukur Þrastarson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Viggó Kristjánsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1. 

Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 14, 35,9%. 

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja

Handbolti.is var í Tbilisi-Arena og fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -