Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann sannfærandi sigur á ungverska landsliðinu, 31:25, í fyrstu umferð af þremur á æfingamóti í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Íslensku piltarnir voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:11.
Ísland náði mest 10 marka forskoti í leiknum. Liðið lék afar vel og ekki var að sjá að leikmenn hafi eytt hluta af nóttinni við að komast til Ungverjarlands og þar af leiðandi gengið seint til náða.
Leikurinn var jafn fyrsta stundarfjórðunginn áður en íslensku piltarnar tóku af skarið og gáfu lítt eftir.
Íslensku piltarnir mæta Slóvenum í annarri umferð mótsins á morgun. Viðureignin hefst klukkan 13.45 og verður hægt að fylgjast með streymi frá leiknum eins og í dag.
Mörk Íslands: Dagur Árni Heimisson 7, Ágúst Guðmundsson 5/1, Jens Bragi Bergþórsson 4, Harri Halldórsson 3, Dagur Leó Fannarsson 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Nathan Doku Helgi Assaru 2, Ævar Smári Gunnarsson 2, Bernard Kristján Owusu Darkho 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 14, Elías Sindri Pilsman 2.
Nánar má fræðast um leikinn hér.
Átján ára landslið karla í Ungverjalandi – fyrsti leikur af þremur í dag
Streymi: Ungverjaland – Ísland, æfingamót 18 ára landsliða