„Við vorum komnir með bakið smávegis upp að vegg þegar við mættum hingað í dag. Mér fannst strákarnir svara kallinu alveg frábærlega,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV eftir sigur liðsins á Aftureldingu, 34:33, í síðustu viðureign 7. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í dag.
Small allt saman
„Menn voru einbeittir og léku fast í vörninni en voru alls ekki grófir eins og við vorum að sækjast eftir. Í sókninni léku þeir vel hver fyrir annan og fóru vel í gegnum leikkerfin. Til viðbótar þá kom ungur markvörður inn í leikinn hjá okkur, Morgan, eftir að Petar meiddist í fyrri hálfleik. Það small allt saman, líkamlega og leikfræðilega hjá okkur,“ sagði Erlingur.
Erlingur sagði ennfremur að ljóst væri að Petar Jokanovic markvörður leiki ekki með ÍBV næstu vikur eftir að hann tognaði í aftanverðu hægra læri í fyrri hálfleik.
Lengra viðtal er við Erling í myndskeiði hér fyrir neðan.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Elís Þór skoraði 15 mörk í naumum sigri ÍBV
Jokanovic meiddist gegn Aftureldingu
Gegn sterku liði ÍBV verður að nýta tækifærin sem gefast