- Auglýsing -
Landslið Íslands og Sviss mætast í vináttulandsleik í Basel í Sviss klukkan 18.30. Hér fyrir neðan er hægt að tengjast beinu streymi hjá leiknum í Basel.
Liðin mætast öðru sinni í Schaffhausen á sunnudaginn. Leikirnir tveir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópumót kvenna í handknattleik sem hefst í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi á fimmtudaginn. Fyrsti leikur Íslands verður á föstudag gegn hollenska landsliðinu í Innsbruck í Austurríki.
Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.
- Handbolti.is verður vitanlega á EM, án ríkisaðstoðar, og fer utan með blaðamann og ljósmyndara sem fylgja landsliðinu eftir meðan það stendur í ströngu.
- Auglýsing -