- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stúlkurnar úr Hlíðaskóla unnu stráka og voru efstar í riðlinum

Stúlkurnar úr Hlíðaskóla sem unnu sinn riðil í 6. bekkja keppni stráka. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

(Fréttatilkynning frá HSÍ)

Hlíðaskóli skráði fyrir misstök eitt lið á skólamótið í rangt kyn á skólamóti HSÍ sem fór fram í gær og dag. Í stað þess að óska eftir að mótinu yrði raðað upp á nýtt, þá ákvaðu stúlkurnar, sem fyrir misstök voru skráð í drengjakeppnina, að láta slag standa. Það væri ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðil og komust þar með áfram á úrslitadaginn í drengjaflokki.

Í samtali við stúlkurnar eftir riðlakeppnina þá segjast þær ekki hafa verið neitt sérstaklega bjartsýnar á gott gengi þegar keppnin hófst en eftir því sem leið á riðlakeppnina varð ljóst að þær áttu góðan möguleika. Það kom á daginn og voru því gríðarlega ánægðar að hafa tekið slaginn og keppt á móti strákum. Þær hlakka til úrslitadagsins.

Hér eru þau lið sem unnu sér þátttökurétt á úrslitadeginum.
Hörðuvallaskóli var sá skóli sem sendi flest lið til þátttöku en 19 lið tóku þátt frá skólanum. 6 þeirra unnu sinn riðil og komust því áfram.

Skólarnir sem komust áfram á úrslitadaginn í 6. bekk drengja eru:
Hvassaleitisskóli – Hvassó strákar
Breiðagerðisskóli – Aalborg
Hörðuvallarskóli – Hörðó 9
Mýrarhúsaskóli – Gulur
Hörðuvallarskóli – Hörðó 15
Fossvogsskóli – Hvítur
Hörðuvallarskóli – Hörðó 18
Hlíðaskóli – HL 2
Víðistaðaskóli – Víðó

Skólarnir sem komust áfram á úrslitadaginn í 6. bekk stúlkna eru:
Álftamýrarskóli – Álftó1
Dalskóli – Hvítar
Engidalsskóli – Fimman
Hörðuvallaskóli – Hörðó 13
Álftamýrarskóli – Álftó 2
Mýrarhúsaskóli – Grænn
Mýrarhúsaskóli – Gulur
Hörðuvallaskóli – Hörðó 12

Skólarnir sem komust áfram á úrslitadaginn í 5. bekk drengja eru :
Breiðagerðisskóli – Flensburg
Mýrarhúsaskóli – Gulur
Hlíiðaskóli – HL
Engjaskóli – Engi 5
Hörðuvallarskóli – Liv
Álftamýrarskóli – Álftó 1
Mýrarhúsaskóli – Rauður
Hlíðaskóli – HLÍ

Skólarnir sem komust áfram á úrslitadaginn í 5. bekk stúlkna eru:
Hlíðaskóli – Hlíð
Breiðagerðisskóli – Barcelona
Engjaskóli – Engi 5
Dalskóli
Ingunnarskóli – Ingó 1
Mýrarhúsaskóli – Rauður

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -