- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stuttur stans hjá Porto – æfa ekki í Kaplakrika

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Leikmenn Porto hafa stuttan stans hér á landi vegna leiksins gegn Val í Evrópudeildinni á morgun í Kaplakrika. Liðið verður aðeins í 23 stundir hér á á landi og ljóst að hvorki verður farinn Gullni hringurinn né helstu baðlón höfuðborgarsvæðisins sótt heim. Enn síður mun liðið ná æfingu hér á landi.

Portúgalska liðið, með stórskyttuna Þorstein Leó Gunnarsson, innanborðs lendir á Keflvíkurflugvelli klukkan eitt eftir miðnætti og fer aftur í loftið tíu mínútum eftir miðnætti aðra nótt.
Af þessu leiðir að liðið mun ekki ekki æfa í Kaplakrika fyrir leikinn við Val sem hefst klukkan 18.15 á morgun í Kaplakrika. Íslandsferðin verður þar með tekinn með áhlaupi, ef svo má segja.

Síðasti leikur Porto í deildinni heimafyrir var á laugardaginn og sá næsti við ABC de Braga á heimavelli viku síðar.

Harla óvenjulegt er að heimsóknir liða vegna Evrópuleikja séu svo snöggsoðnar eins og þessi nema þá í neyðartilfellum.

Gummersbach kom í gær

Gummersbach sem kom til landsins síðdegis í gær, sunnudag, frá Þýskalandi og heldur út árla á miðvikudagin. Næsti leikur liðsins eftir viðureignina við FH verður á heimavelli í Eisenach á föstudaginn. Porto á heimaleik í ABC de Braga á laugardaginn í portúgölsku deildinni.

Gummersbach æfði í Kaplakrika í hádeginu í dag en þá var búið að leggja keppnisdúkinn á Kaplakrika.

Búið er að leggja keppnisdúkinn í Kaplakrika. Mynd/Ívar

Miðasala á handboltaveisluna í Kaplakrika á þriðjudaginn er á stubb.is – smellið hér.

Evrópukeppni félagsliða – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -