- Auglýsing -
- Auglýsing -

Styrkleikamerki að koma til baka – hundfúll yfir að hafa ekki unnið

- Auglýsing -

„Úr því komið var má segja að það hafi verið súrt að ná ekki að vinna. Við vorum yfir nærri leikslokum en á móti kemur að við vorum undir lengi fram eftir leiknum. Að koma til baka eftir að hafa verið fimm mörkum undir sýnir mikinn karakter,“ segir Jón Brynjar Björnsson þjálfari Aftureldingar eftir jafntefli við KA/Þór að Varmá í gærkvöld í Grill 66-deild kvenna, 25:25. Liðin féllu úr Olísdeildinni í vor er þeim spáð tveimur efstu sætum deildarinnar þegar upp verður staðið í vor.


„Að komast inn í leikinn eftir að hafa verið fimm mörkum undir er ákveðið styrkleikamerki en vissulega er ég hundfúll yfir að hafa unnið leikinn úr því að tækifærin voru fyrir hendi,“ sagði Jón Brynjar sem tók við þjálfun Aftureldingarliðsins í sumar af Guðmundi Helga Pálssyni. Einnig urðu nokkrar breytingar á leikmannahópnum eins og Jón Brynjar kemur inn á síðla í viðtalinu.

Gaman að fá svona leik

„Spennustigið var hátt hjá báðum liðum undir leikinn enda leikurinn skemmtilegur, spennandi og mikilvægur. Það er gaman að fá tækifæri til þess að spila svona leiki þegar mikið er undir auk þess sem margir áhorfendur mættu. En vissulega voru það ekki bestu sóknir sem liðin geta leikið sem þau sýndu undir lokin,“ bætti Jón Brynjar við en ekki var skorað mark síðustu þrjár mínúturnar. Óhætt er að segja að vopnin hafi snúist í höndum leikmanna beggja liða. Jafntefli þar af leiðandi ekki ósanngjarnt sé tekið við af því hvernig hlutirnir verkuðust.

Jafnari deild

Jón Brynjar blæs á allar vangaveltur um að KA/Þór og Afturelding eigi eftir að bera höfuð og herðar yfir önnur liði í deildinni. Hann segir Grill 66-deild kvenna vera og verða jafnari en marga grunar fyllst ástæða til þess að fylgjast grannt með.

Lengra viðtal við Jón Brynjar er að finna efst í þessari frétt.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Grill 66-deild kvenna – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -