- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Styttist í HM 21 árs landsliða – æfinga- og keppnishópur valinn

Ísak Steinsson markvörður er á meðal þeirra sem eru í 21 árs landsliðinu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfarar 21 árs landsliðs karla í handknattleik hafa valið æfinga- og keppnishóp til undirbúnings og síðar þátttöku á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem stendur yfir í Póllandi frá 18. til 29. júní.

Sextán leikmenn taka þátt í mótinu fyrir hönd Íslands og verður endanlegur hópur væntanlega valinn skömmu áður en haldið verður til Póllands.

Íslenska landsliðið verður í F-riðli á HM með landsliðum Norður Makedóníu, Rúmeníu og Færeyja.

Hópurinn sem Einar Andri og Halldór Jóhann hafa valið er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Ari Dignus Maríuson, Haukar.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, Drammen.

Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukar.
Birkir Snær Steinsson, Haukar.
Daníel Örn Guðmundsson, Valur.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV.
Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen.
Gunnar Kári Bragason, FH.
Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Júlíusson, Fram.
Össur Haraldsson, Haukar.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Sæþór Atlason, Grótta.
Sigurður Matthíasson, Víkingur.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur.

Riðlaskipting á HM U21 árs landsliða:
A-riðill (Płock): Noregur, Pólland, Slóvenía, Úrúgvæ.
B-riðill (Sosnowiec): Austurríki, Ungverjaland, Argentína, Brasilía.
C-riðill (Płock): Svíþjóð, Japan, Suður Kórea, Bandaríkin.
D-riðill (Sosnowiec): Portúgal, Króatía, Alsír, sigurlið IHF-bikarsins.
E-riðll (Katowice): Danmörk, Frakkland, Marokkó, Mexíkó.
F-riðill (Katowice): Ísland, Norður Makedónía, Rúmenía, Færeyjar.
G-riðill (Kielce): Þýskaland, Túnis, Serbía, Sviss.
H-riðill (Kielce): Spánn, Egyptaland, Barein, Sádi Arabía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -