- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Styttist í titilvörnina hjá Þóri – EM hefst á morgun

Það var harla tómlegt þegar norska landsliðið fangaði sigri á EM fyrir tveimur árum í Danmörku með pappaspjöldum áhorfendapöllunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumót kvenna í handknattleik hefst á morgun í þremur grannríkjum, Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu. Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirsson á titil að verja á mótinu, eftir að hafa borið höfuð og herðar yfir önnur landslið á EM 2020 sem haldið var í Danmörku við strangar samkomutakmarkanir og án áhorfenda.


Allt annað verður upp á teningnum að þessu sinni. Ekki er útlit fyrir að samkomutakmarkanir af nokkru tagi verði í gildi á mótinu.

Flýtt um mánuð vegna HM

EM kvenna hefur alla þessa öld verið haldið í desember. Að þessu sinni var mótinu flýtt um mánuð vegna HM karla í knattspyrnu. Flutningur fram um mánuð auðveldaði sölu á sýningarrétti til sjónvarpsstöðva.

Fjórir leikstaðir

Riðlakeppni mótsins fer fram í Ljubljana og Celje í Slóveníu, Skopje í Norður Makedóníu og í Podgorica í Svartfjallandi. Leikir milliriðla verða háðir í Ljubljana og í Skopje.

Síðasta 16 liða mótið

EM að þessu sinni verður það síðasta með 16 þátttökuþjóðum. Eftir tvö ár fer EM kvenna fram með 24 þátttökuþjóðum í Austurríki, Sviss og Austurríki frá 28. nóvember til 15. desember.

Leikmenn norska landsliðsins afhentu hver öðrum gullverðlaunapeningana í mótslok á EM í desember 2020 í Jyske Bank Boxen í Herning. Mynd/EPA


Sigurvegari EM vinnur sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikana sem fram fara í París sumarið 2024.


Þrjár efstu þjóðirnar öðlast keppnisrétt á HM á næsta ári sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Noregur sigursælastur

Noregur hefur oftast orðið Evrópumeistari, átta sinnum. Danir hafa unnið keppnina í þrígang, Frakkar, Ungverjar og Svartfellingar einu sinni hver.

12 verðlaun á 14 mótum

EM var fyrst haldið 1994 í Þýskaland og á tveggja ára fresti síðan. Þetta er þar af leiðandi 15. Evrópmót landsliða í kvennaflokki. Noregur hefur unnið til verðlauna í 12 skipti á undangengnum 14 mótum. Árið 2000 hafnaði norska landsliðið í sjötta sæti og í fimmta sæti 18 árum síðar.


Danmörk og Frakkland hafa unnið fimm sinnum til verðlauna, hvor þjóð.


Landslið Sviss tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn.


Íslenska landsliðið hefur tvisvar tekið þátt, 2010 og 2012, og hafnaði í 15. sæti í bæði skiptin.

Leikjadagská og riðlaskipting

A-riðill, Ljubljana.

4. nóvember:
Ungverjaland – Sviss, kl. 17.
Noregur – Króatía, kl. 19.30.
6. nóvember:
Króatía – Ungverjaland, kl. 17.
Sviss – Noregur, kl. 19.30.
8. nóvember:
Króatía – Sviss, kl. 17.
Noregur – Ungverjaland, kl. 19.30.

B-riðill, Celje.

4. nóvember:
Danmörk – Slóvenía, kl. 17.
Svíþjóð – Serbía, kl. 19.30.
6. nóvember:
Slóvenía – Svíþjóð, kl 17.
Serbía – Danmörk, kl. 19.30.
8. nóvember:
Slóvenía – Serbía, kl. 17.
Danmörk – Svíþjóð, kl. 19.30

C-riðill, Skopje.

5. nóvember:
Frakkland – Norður Makedónía, kl. 17.
Holland – Rúmenía, kl. 19.30.
7. nóvember:
Norður Makedónía – Holland, kl. 17.
Rúmenía – Frakkland, kl. 19.30.
9. nóvember:
Norður Makedónía – Rúmenía, kl. 17.
Frakkland – Holland, kl. 19.30.

D-riðill, Podgorica.

5. nóvember:
Svartfjallaland – Spánn, kl. 17.
Pólland – Þýskaland, kl. 19.30.
7. nóvember:
Þýskaland – Svartfjallaland , kl. 17.
Spánn – Pólland, kl. 19.30.
9. nóvember:
Pólland – Svartfjallaland, kl. 17.
Þýskaland – Spánn, kl. 19.30.

  • Þrjú efstu lið A og B-riðla mætast í milliriðlum í Ljubljana 10., 12., 14. og 16. nóvember.
  • Þrjú efstu lið C og D-riðla mætast í milliriðlum í Skopje 11., 13., 15. og 16. nóvember.
  • Leikið verður um 5. sætið í Ljubljana 18. nóvember.
  • Undanúrslit í Ljubljana 18. nóvember.
  • Leikið til úrslita í Ljubljana sunnudaginn 20. nóvember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -