Það tók Portúgala nærri 55 mínútur að hrista leikmenn Suður Kóreu af sér í viðureign liðanna í Kristianstad Arena í kvöld í fyrri viðureign D-riðils. Lokatölur 32:24, fyrir Portúgal sem var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:12.
Framan af leiknum virtist sem portúgalska liðið færi með auðveldan sigur úr býtum. Þegar komið var fram í miðjan fyrri hálfleik þá jafnaðist leikurinn. Allan síðari hálfleikinn allt þar til á síðustu mínútunum var forskot Portúgala frá einu og upp í þrjú mörk.
Portúgalska liðið er þar með komið með tvö stig eftir tvo leiki. Suður Kóreubúar eru án stiga og mæta íslenska landsliðinu í lokaumferð riðilsins á mánudaginn klukkan 17.
Andre Gomes skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá portúgalska landsliðinu. Alexandre Cavalcanti var næstur með fjögur mörk. Hyeonsik Lee var markahæstur hjá Suður Kóreu með fjögur mörk.
Brasilía vann Úrúgvæ með 11 marka mun í C-riðli, 35:24. Þar með má leiða líkum að því að Úrúgvæar reki lestina í riðlinum og að Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð og sigli áfram í milliriðli og mæti liðum úr D-riðli.
Leikjadagskrá HM, staðan, riðlar.