- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sunna bætir við þremur árum í Eyjum

Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Landsliðskonan í handknattleik, Sunna Jónsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.


Sunna hefur leikið með ÍBV frá haustinu 2018 verður í herbúðum félagsins fram á vorið 2025 samkvæmt nýja samningnum. Sunna hefur verið fyrirliði ÍBV og kjölfesta liðsins um leið.


„Sunna er einn af albestu leikmönnum Olísdeildar kvenna. Hún er og hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV liðsins og er mikill leiðtogi, bæði innan sem utan vallar. Hún hefur einnig verið fastamaður í A landsliði kvenna. Þessar fréttir eru mikið gleðiefni og hlökkum við mikið til þess að starfa áfram með Sunnu.

Stelpurnar okkar hafa verið á flottu skriði undanfarið og á Sunna mikinn þátt í því. Nú loksins mega aftur koma áhorfendur og Sunna vill biðla til Eyjamanna að fjölmenna á leikinn í kvöld sem og aðra leiki hjá liðunum okkar,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.


ÍBV tekur á móti Val í Olísdeildinni í kvöld en einnig er liðið komið í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -