- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sunna tryggði ÍBV bæði stigin

Sunna Jónsdóttir er alltaf öflug í liði ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sunna Jónsdóttir tryggði ÍBV eins marks sigur á KA/Þór í Olísdeild kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 28:27, í hörkuleik. ÍBV var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 15:11.
Fljótlega í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn. Síðustu 20 mínúturnar skiptust liðin á um að vera einu marki yfir. KA/Þór átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana nyt.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæsti leikmaður ÍBV kemur skoti á mark KA/Þórs. Elísa Elíasdóttir er við öllu búin á línunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Stigin féllu ÍBV í skaut. Liðið situr áfram í þriðja sæti, hefur nú 12 stig er fjórum stigum á undan Fram sem situr í fjórða sæti og tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti.
KA/Þór er í fimmta sæti með fjögur en deildin er orðin tvískipt þegar fyrsti þriðjungur mótsins er að baki.


Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 8/3, Nathalia Soares Baliana 6, Aþena Einvarðsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8, 22,2%.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 10/3, Elísa Elíasdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15/1, 35,7%.

Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs í forgrunni en Sigurður Bragason þjálfari ÍBV íbygginn á svip þar fyrir afan. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Staðan í Olísdeild kvenna (uppfært eftir alla leiki dagsins):

Valur8800237 – 18316
Stjarnan8701245 – 18714
ÍBV8602218 – 20212
Fram8404213 – 1958
KA/Þór8206197 – 2234
Haukar8206218 – 2384
Selfoss8206215 – 2394
HK8107184 – 2602


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -