- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svakalegt áfall fyrir Birki

Örvhenta stórskytta Aftureldingar, Birkir Benediktsson er á leið til Frakklands. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Örvhenta stórskyttan hjá Aftureldingu, Birkir Benediktsson, sleit hásin öðru sinni á keppnistímabilinu á æfingu í fyrradag. Niðurstaða læknisskoðunar staðfesti þessa hryggilegu staðreynd seinni partinn í gær. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði við handbolta.is fyrir stundu að því miður væri þetta raunin.


Sama hásinin slitnaði að þessu sinni og í byrjun september, það er sú vinstri. Hún var saumuð saman í aðgerð. Hefur farið mjög varlega í allri endurhæfingu og gætt mjög að Birkir færi sér í engu óðslega.


Gunnar sagði Birki ekki hafa verið af fullum krafti á æfingunni þegar hásinin gaf sig. Hann hafi eingöngu verið að kasta á markið og átakið hafi ekki verið mikið.

„Birkir var bara á léttri æfingu þegar óhappið varð enda stutt kominn í bataferlinu eftir hásinarslitið í byrjun september. Þetta er svakalegt áfall eins og nærri má geta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -