- Auglýsing -
Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma Íslendingaslag í Hannover á sunnudaginn þegar Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson leiða saman hesta sína og landslið Þýskalands og Króatíu. Um er að ræða síðari vináttuleik liðanna en þau mætast í Zagreb á fimmtudagskvöld.
Óskað var eftir að Svavar og Sigurður dæmdu leikinn enda hafa þeir gert það gott síðustu árin í undankeppni EM og í leikjum Evrópudeildarinnar. Um er að ræða heiður og viðurkenningu fyrir þá félaga þar sem vináttuleikir í aðdraganda stórmóts landsliða verða vart stærri.
- Auglýsing -



