- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svavar, Sigurður og Kristján taka þátt í fyrstu umferð Evrópudeildar

Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson dæma í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í næstu viku. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Þegar keppni hefst í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik á þriðjudaginn í næstu viku verða ekki aðeins tvö íslensk félagslið í eldlínunni og nokkur hópur íslenskra handknattleiksmanna með erlendum félagsliðum heldur hafa íslenskir dómarar verið kallaðir til leiks.

Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma viðureign þýska liðsins Flensburg Handewitt og MRK Sesvete frá Króatíu í Campushalle í Flensburg. Liðin eiga sæti í G-riðli Evrópudeildar ásamt HCB Karvina frá Tékklandi og ungverska liðinu MOL Tatabánya KC.

Til viðbótar verður Kristján Halldórsson eftirlitsmaður á leik THW Kiel og Bathco Bm. Torrelavega í E-riðli Evrópudeildarinnar í Kiel á þriðjudagskvöld

Sigurður Hjörtur og Svavar dæmdu nokkra leiki í Evrópudeildinni á síðasta og þar síðasta tímabili. Þeir dæmdu einnig viðureign Elverum og MT Melsungen í forkeppni Evrópudeildar karla í byrjun síðasta mánaðar.

Fleiri fréttir af dómurum:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -