- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn hafði betur gegn Íslendingatríóinu

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE. Mynd/SönderjyskE
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg missti af möguleika á að færast nær sæti í úrslitakeppni átta efstu liða í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði með fimm marka mun á útivelli fyrir Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE, 28:23. Slakur fyrri hálfleikur kom leikmönum Ribe-Esbjerg í koll. Þeir voru fimm mörkum undir að honum loknum, 14:9, og tókst aðeins að halda í horfinu í síðari hálfleik.


Sveinn skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig að loknum 19 umferðum. Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni áður en menn snúa sér að útslitakeppni átta efstu liða.
Rúnar Kárason skoraði 4 mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Ribe-Esbjerg sem er í 10. sæti með 15 stig að loknum 19 leikjum. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 3 mörk og Daníel Þór Ingason skoraði ekki en lék stórt hlutverki í vörninni.
Elvar Örn Jónsson virðist ekki hafa jafnað sig af meiðslum sem hann hlaut í viðureign Íslands og Sviss á HM í handknattleik. Hann kom þar af leiðandi ekkert við sögu í dag þegar Skjern vann Århus, 21:20, í Árósum. Elvar Örn var þó í leikmannahópnum í dag. Skjern er með 21 stig eins og SönderjyskE og hefur lokið 18 leikjum. Robin Haug átti stórleik í marki Skjern, var með 44% hlutfallsmarkvörslu, og átti stóran þátt í naumum sigri.

GOG, sem er með landsliðsmarkvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson innanborðs er efst í deildinni, og á leik á heimavelli síðar í dag á móti Óðni Þór Ríkharðssyni og samherjum í Holstebro.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -