Örvhenti hornamaðurinn, Valter Chrintz, hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska stórliðið Füchse Berlin. Svíinn kemur til þýska félagsins frá Kristianstad í Svíþjóðar þar sem Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru.
Þýska félagið hefur leitað að örvhentum hornamanni í allt sumar en landi Chrintz, Mattias Zachrisson, glímir enn við meiðsli og á Chrintz að fylla hans skarð. Fyrir er Füchse Berlin með danska landsliðsmanninn, Hans Lindberg, í hægra horninu.
Chrintz á að baki 11 landsleiki fyrir sænska landsliðið en hann varð tvítugur fyrr á þessu ári.
Í sumar valdi handknattleiksíðan handball-planet efnilegustu leikmenn heims og var Valter Chrintz á meðal.
- Auglýsing -