- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar áttu endasprett og tryggðu sér 5. sætið

Leikmenn sænska landsliðsins fagna sigri á Hollendingum í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Svíþjóð lagði Holland í viðureign um 5. sæti á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Vínarborg í dag, 33:32, í jöfnu,m spennandi en afar mistækum leik. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 15:15.


Hollendingar virtust ætla að tryggja sér sigurinn þegar nær dró lokum og náði m.a. tveggja marka forskoti, 31:29. Þeim varð hinsvegar ekki kápan úr því klæðinu þegar nær dró allra síðustu mínútunum.

Emma Lindqvist var markahæst í sænska liðinu með átta mörk. Þar af sá hún um að skora tvö síðustu mörkin. Jamina Roberts skoraði einnig átta mörk. Linn Blohm var þar á eftir með fimm mörk.

Mest kvað að Dione Housheer við markaskorun í hollenska liðinu. Hún skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar. Merel Freriks var næst með átta mörk.


Klukkan 17 hefst fyrri undanúrslitaleikur Evrópumótsins þegar Ungverjaland og Noregur eigast við.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -