- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar fór illa með Þjóðverja í Herning

Sænska landsliðið fagnar eftir að hafa lagt þýska landsliðið í átta liða úrslitum í morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænska landsliðið varð það þriðja til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Svíar fóru illa með Þjóðverja í Herning í kvöld, 27:20 eftir að hafa verið yfir, 16:6, að loknum fyrri hálfleik.

Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum á föstudaginn klukkan 16.30 í Jyske Bank Boxen í Herning. Þjóðverjar leika við Tékka í krossspili um sæti fimm til átta á föstudagsmorgun.


Þýska landsliðið byrjaði afleitlega í Jyske Bank Boxen. Svíar skoruðu sjö fyrstu mörk leiksins. Þjóðverjar komust ekki á blað fyrr en eftir 14 mínútur. Þjóðverjar áttu sér ekki viðreisnar von eftir þetta.

Johanna Bundsen varði 15 skot í sænska markinu og var með 43% hlutfallsmarkvörslu. Oliva Mellegard, Carin Strömberg og Nathalie Hagman skoruðu fimm mörk hver.

Fyrir þýska liðið skoruðu Amelie Berger, Alina Grijseels og Viola Leuchter fjögur mörk hver. Sarah Wachter var öflug í þýska markinu þótt á brattann væri að sækja. Hún varði 13 skot, 42%.

Síðar í kvöld eigast við Danir og Svartfellingar í síðasta leik átta liða úrslita. Sigurliðið mætir Noregi í undanúrslitum. Tapliðið leikur við Hollendinga í krossspili um sæti fimm til átta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -