Áhuginn fyrir komu Íslendinga til sænska bæjarins Kristianstad á Skáni er svo mikill að helsta dagblað bæjarins, Kristianstadbladet, hefur gefið út 16-síðna glæsilegt EM-blað sem allt er ritað á íslensku. Þar er mótið kynnt frá A til Ö fyrir öllum þeim sem lesa íslensku. Því er greinilega ætlað að ná til þeirra nærri 3.000 Íslendinga sem eiga eftir að mála bæinn bláan frá og með föstudeginum, hið minnsta og fram á aðfaranótt miðvikudags, meðan íslenska landsliðið reynir sig gegn landsliðum Ítalíu, Póllands og Ungverjalands.
Ekkert sambærilega blað er gefið út á ítölsku, pólsku eða ungversku þótt von sé á stuðningsmönnum þeirra landsliða í einhverju mæli.
M.a. er rætt við hjónin Tinna Mark Antonsdóttir Duffield sjúkraþjálfara sem hefur verið mótshöldurum innan handar varðandi mótttöku Íslendinganna, og Ólaf Andrés Guðmundsson fyrrverandi landsliðsmann og einn dáðasta handknattleiksmann í sögu IFK Kristianstad. Auk þess er margskonar fróðleikur og upplýsingar fyrir íslenska gesti mótsins. Einnig er íslenska landsliðinu gerð góð skil sem verður greinilega lið heimamanna í Kristianstad næstu daga.
Óskuðu sérstaklega eftir því að fá Ísland aftur
Síðast vildu Íslendingarnir fá að djamma

Kristianstad verður umturnað í Litla-Ísland




