- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar unnu gullið – íslensku piltarnir voru þeir einu sem lögðu meistarana

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Svíar eru Evrópumeistarar í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Þeir unnu Dani, 37:36, eftir framlengdan úrslitaleik í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Staðan var jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma, 29:29. Sænska liðið var með fimm marka forskot í hálfleik, 17:12.

Sænska landsliðið vann sjö leiki á Evrópumótinu og tapaði einum, fyrir íslenska landsliðinu, 34:29, í milliriðlakeppni átta liða úrslita.

Arvid Andreasson tryggði sænska landsliðinu framlengingu þegar hann jafnaði metin tíu sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma, 29:29. Viggo Håkansson, sem ekki var nærri því að verja eitt skot í leik Svía og Íslendinga, fór á kostum í framlengingunni í úrslitaleiknum. Hann varði allt hvað af tók og lagði grunn að þriggja marka forskoti Svía, 35:32, sem Dönum lánaðist ekki að vinna upp að fullu.

Þriðji titill Svía – Danir tómhentir

Þetta er í þriðja sinn sem sænskt landslið vinnur Evrópumeistaratitilinn í þessum flokki. Áður stóðu Svíar uppi sem sigurvegarar 1997 og 2018 eftir að hafa lagt íslenska landsliðið að velli í úrslitaleik. Fyrir tveimur árum töpuðu Svíar fyrir Spánverjum í úrslitaleik á EM 18 ára.
Danir hafa aldrei orðið Evrópumeistarar í flokki 18 ára landsliða karla. Silfurverðlaunin í kvöld voru þau fjórðu. Áður hefur danskt landslið hreppt silfurverðlaun 2001, 2006 og 2008.

Fyrstu verðlaun í áratug

Ungverjar, sem unnu Íslendinga í framlengdum leik um bronsið, fóru heim í fyrsta sinn í áratug með verðlaun frá Evrópumóti 18 ára landsliða karla.

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Dagur Árni var valinn í úrvalslið Evrópumótsins

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -