Sylvía Björt Blöndal leikmaður Aftureldingar er markahæst í Grill 66-deild kvenna þegar flest liðin í deildinni hafa lagt að baki sjö leiki auk þess sem hlé hefur verið gert fram á nýtt ár.
Sylvía Björt var markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olísdeildinni á síðasta tímabili og hefur ekki dregið af sér við að skora það sem af er yfirstandi tímabils með nærri 10 mörk að jafnaði í leik.
Hildur Guðjónsdóttir, kjölfesta í liði FH, er í öðru sæti með 55 mörk og Ída Bjarklind Magnúsdóttir úr Víkingi er næst þar á eftir með 50 mörk. Þar skammt á eftir er Guðrún Erla Bjarnadóttir sem kom til Fjölnis fyrir tímabilið frá HK. Guðrún Erla hefur skorað 49 mörk í fimm leikjum og er þar þar af leiðandi með tæp 10 mörk að jafnaði í leik eins og Sylvía Björt.
Hér fyrir neðan eru 30 markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna samkvæmt upplýsingum sem teknar eru upp úr heimasíðu HSÍ.
| Sylvía Björt Blöndal | Aftureldingu | 67 |
| Hildur Guðjónsdóttir | FH | 55 |
| Ída Bjarklind Magnúsdóttir | Víkingi | 51 |
| Guðrún Erla Bjarnadóttir | Fjölni | 49 |
| Ída Margrét Stefánsdóttir | Gróttu | 46 |
| Valgerður Arnalds | Fram U | 44 |
| Arna Þyrí Ólafsdóttir | Víkingi | 42 |
| Karen Tinna Demian | ÍR | 42 |
| Sóldís Rós Ragnarsdóttir | Fram U | 42 |
| Katrín Anna Ásmundsdóttir | Gróttu | 40 |
| Anna Valdís Garðarsdóttir | HK U | 37 |
| Anna Katrín Bjarkadóttir | Aftureldingu | 36 |
| Dagmar Guðrún Pálsdóttir | Fram U | 36 |
| Rakel Dórothea Ágústsdóttir | HK U | 34 |
| Ragnhildur Edda Þórðardóttir | FH | 32 |
| Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir | HK U | 30 |
| Guðrún Hekla Traustadóttir | Val U | 30 |
| Ásrún Inga Arnarsdóttir | Val U | 29 |
| Katrín Helga Davíðsdóttir | Aftureldingu | 27 |
| Susan Ines Barinas Gamboa | Aftureldingu | 26 |
| Sigrún Ása Ásgrímsdóttir | ÍR | 25 |
| Auður Brynja Sölvadóttir | Víkingi | 24 |
| Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir | Val U | 24 |
| Rut Bernódusdóttir | Gróttu | 23 |
| Sylvía Sigríður Jónsdóttir | ÍR | 23 |
| Sara Björk Davíðsdóttir | Fjölni | 22 |
| Dagbjört Ýr Ólafsdóttir | ÍR | 21 |
| Jóhanna Lind Jónasdóttir | HK U | 21 |
| Katrín Helga Sigurbergsdóttir | Gróttu | 21 |
| Daðey Ásta Hálfdánsdóttir | Fram U | 20 |
Staðan í Grill 66-deildunum og næstu leikir.
Annað hvort fleiri leikir eða sameinuð deild.
Þór á tvo markahæstu leikmenn Grill 66-deildar.



