- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sýndum okkar rétta andlit

Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar og leikmenn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fyrst og fremst var um frábæran karakter að ræða hjá stelpunum að vinna leikinn. Ég fór fram á það við leikmennina fyrir leikinn að við sýndum okkar rétta andlit, baráttu, vilja og hjarta. Þegar það tekst er hægt að fá óvænt úrslit,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar eftir sigur liðsins á Stjörnunni í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik að Varmá síðdegis í gær, 29:28.

Komu okkur í opna skjöldu

Aftureldingarliðið sneri við taflinu á síðustu tíu mínútum leiksins eftir að hafa verið undir framan af í hálfleiknum. „Stjörnuliðið kom okkur í opna skjöldu í byrjun síðari hálfleiks með breytingum á vörninni. Við vorum svolítið lengi að bregðast við en þegar það gerðist þá komumst við á skrið aftur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Guðmundur Helgi ennfremur. Aftureldingarliðið átti einnig mjög góðan kafla í síðari hluta fyrri hálfleiks og skoraði m.a. fjögur mörk í röð og komst yfir, 11:9.

Vel hás og pumpan hátt uppi

„Þetta var tæpt og skemmtilegt. Ég er vel hás og pumpan er ennþá hátt uppi. Þetta er geggjað,” sagði Guðmundur Helgi Pálsson glaður í bragði þegar hann gekk með brostna rödd en tvö stig í úlpuvasanum út úr íþróttahúsinu að Varmá á sjöunda tímanum í gær.

Aftureldingarliðið er komið á blað í Olísdeild kvenna. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -