- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Systrunum leið alveg rosalega vel – vildum skrifa söguna

- Auglýsing -


„Mér líður alveg rosalega vel,“ sagði Lilja Ágústsdóttir Evrópubikarmeistari með Val en hún var fyrri til svars þegar handbolti.is náði henni og Ásdísi Þóru systur Lilju í stutt viðtal í fögnuðinum á Hlíðarenda í dag þegar Valur varð fyrst íslenskra kvennaliða Evrópubikarmeistari í handknattleik kvenna. Valur vann spænska liðið Porrino, 25:24, eftir æsilega spennandi lokamínútur og samtals, 54:53, í tveimur úrslitaleikjum.

„Mér líður hálf furðulega, eins og bara að við séum ekki búnar að vinna,” sagði Ásdís Þóra.


„Það var ógeðslega mikið bras í lokin og sætt að vinna,“ sagði Lilja og Ásdís Þóra bætti við:

„Við vorum svo ákveðnar í að vinna og skrifa söguna. Enn meiri varð eftirvæntingin þegar við komum inn í salinn og sáum alla þessa áhorfendur. Þá langaði okkur extra mikið í að vinna,“ sagði Ásdís Þóra.

Lengra viðtal er við systurnar í myndskeiði hér fyrir ofan.

Evrópubikarkeppni kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -