Sebastian Firnhaber leikmaður HC Erlangen leikur ekki með liðinu á næstunni. Hann meiddist á hné í viðureign við Bergischer HC í liðinni viku. Firnhaber er nýlega mættur til leiks aftur eftir 20 mánaða fjarveru vegna krossbandaslits. Ekki er enn...
Bjarki Már Elísson lék í 12 mínútur með One Veszprém í gær þegar liðið hóf titilvörnina í ungversku úrvalsdeildinni með stórsigri á CYEB-Budakalász, 45:32, á útivelli. Bjarki Már skoraði þrjú mörk í fjórum skotum.
Á sama tíma voru Janus Daði...
Katla María Magnúsdóttir skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti, í fyrsta leik sínum með Holstebro Håndbold í gær þegar liðið vann Ejstrup/Hærvejen, 35:18, í næst efstu deild danska handknattleiksins. Katla María gekk til liðs við Holstebro Håndbold í sumar...
Egypski landsliðsmarkvörðurinn Karim Hendawy hefur samið við þýska liðið Wetzlar. Hann verður ekki löglegur með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Vegna frídaga í Egyptalandi verður ekki mögulegt að ganga frá allri pappírsvinnu fyrr en eftir...
Arnór Snær Óskarsson skoraði átta mörk, þar af eitt úr vítakasti, í stórsigri Kolstad á Rørvik, 45:21, í norsku bikarkeppninni í gær. Leikið var í Sinkaberg Arena, heimavelli Rørvik. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad.
Sigurjón Guðmundsson var...
Sveinn Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Chambery Savoie í gær þegar liðið vann Pontault, 32:27, í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gær. Sveinn gekk til liðs við Chambery Savoie í sumar að lokinni ársdvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Kolstad.
Sænski hornamaðurinn...
Berta Rut Harðardóttir leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og er þar af leiðandi ekki komin á fulla ferð með liðinu ennþá. Berta Rut sagði við handbolta.is í gær að vonir standi til þess...
Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Pick Szeged ásamt Benjámin Szilágyi með sex mörk í níu marka sigri á Szigetszentmiklósi KSK, 37:28, í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Pick Szeged hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.
Elín Klara Þorkelsdóttir...
Guðmundur Bragi Ástþórsson var besti maður TMS Ringsted í gær þegar liðið vann Grindsted GIF, 29:25, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Hafnfirðingurinn skoraði átta mörk í 11 skotum, þar af skoraði hann þrjú mörk úr vítaköstum. Einnig...
Sænska handknattleikssambandið hefur tilkynnt að úrslitahelgi bikarkeppninnar í handknattleik karla fari fram í Halmstad Arena 28. og 29. mars á næsta ári.
Marklínumyndavélar verða fyrir hendi í öllum mörkum á keppnisvöllum þar sem leikið verður í efstu deild þýska handknattleiksins...