Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til sigurs gegn Balingen-Weilstetten, 33:32, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Bergischer HC hefur þar með níu stiga forskot í efsta sæti deildarinnar þegar liðið á...
Dagur Gautason og liðsfélagar í Montpellier standa vel að vígi eftir eins marks sigur á FC Porto, 30:29, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld. Leikið var í Porto. Síðari viðureignin fer...
Danski dómarinn, Jesper Madsen, sem féll í yfirlið í kappleikjum í lok febrúar og aftur í byrjun mars, hefur fengið greiningu á því hvað hrjáir hann. Um er að ræða svokallað steinaflakk í eyrum sem m.a. veldur svima. Hann...
Austurríski landsliðsmarkvörðurinn Constantin Möstl hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lemgo. Hann kom til félagsins síðasta sumar frá Alpla Hard og skrifaði undir tveggja ára samning. Möstl hefur staðið sig frábærlega á leiktíðinni og unnið hug og hjörtu...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í ORLEN Wisła Płock unnu stórsigur á Energa MKS Kalisz, 40:24, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Viktor Gísli stóð vaktina í markinu...
Hvorki Aron Pálmarsson né Bjarki Már Elísson voru með One Veszprém í gær þegar liðið vann nýkrýnda bikarmeistara, Pick Szeged, 36:33 á heimavelli í 23. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik. Hugo Descat var markahæstur hjá Veszprém með níu...
Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli í góðum sigri Ribe-Esbjerg, 28:25, á TMS Ringsted á heimavelli í gær í keppni liðanna sem höfnuðu í níunda til 13. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Elvari brást bogalistin...
Ríflega 5.000 aðgöngumiðar hafa verið seldir í Arena Leipzig í kvöld þegar SC DHfK Leizpig undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar tekur á móti Flensburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Andri Már Rúnarsson verður í eldlínunni með SC DHfK Leizpig....
Frír aðgangur verður á fyrsta heimaleik Skanderborg AGF í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla á sunnudaginn gegn Mors-Thy. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikur með Skanderborg AGF. Helsti styrktaraðili Skanderborg AGF, Djurslands Bank, hefur keypt allan aðgöngumiðana á leikinn.
Portúgalski...
Helle Thomsen hefur verið ráðin landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik kvenna. Hún er fyrsta konan sem þjálfar landsliðið í nærri 60 ár. Thomsen mun til að byrja með vera áfram þjálfari rúmenska meistaraliðsins CSM Búkarest. Hún segist gjarnan vilja sinna...