Bjarki Finnbogason hefur gert skammtímasamning við Anderstorps sem leikur í næst efstu deild sænska handknattleiksins en margir leikmenn liðsins eru meiddir um þessar mundir. Bjarki lék með liði félagsins á síðustu leiktíð og þekkir vel til í herbúðum þess....
Efsta lið þýsku 2. deildarinnar í handknattleik karla, Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, tapaði illa fyrir Eulen Ludwigshafen, 32:23, í Ludwigshafen í gærkvöld. Bergischer HC átti á brattann að sækja allan leikinn og var m.a. fimm mörkum...
Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans hjá Fredericia HK færðust upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í gær með sigri á Ribe-Esbjerg, 31:26, á útivelli í gær.
Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson komu ekki mikið við sögu í...
Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf og hann var á meðal þeirra sem gladdist í gær þegar liðið vann Potsdam, 27:22, á útivelli. Hannover-Burgdorf settist í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar með þessum sigri. Liðið er með 10 stig eftir...
Áfram heldur Harpa María Friðgeirsdóttir að gera það gott með TMS Ringsted í næst efstu deild danska handknattleiksins. Hún skoraði fimm mörk í gær þegar Ringsted vann Ejstrup-Hærvejen, 30:28, á útivelli í 4. umferð. Franska landsliðskonan fyrrverandi, Alexandra Lacrabere,...
Aldís Ásta Heimisdóttir og samherjar hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Skara HF fá nýjan þjálfara á allra næstu dögum. Daninn Pether Krautmeyer sem tók við þjálfun í sumar hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum. Aðeins eru þrjár umferðir að...
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk þegar MT Melsungen vann Stuttgart, 36:27, í 6. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á útivelli gær, aðeins tveimur sólarhringum eftir að liðið lék við Porto í Portúgal í 1. umferð Evrópudeildarinnar í...
Birta Rún Grétarsdóttir skoraði tvisvar sinnum þegar lið hennar, Fjellhammer, vann Storhamar2 með 17 marka mun, 35:18, í næst efstu deild norska handknattleiksins á heimavelli í gær. Fjellhammer og Volda eru efst í deildinni með átta stig hvort lið....
Olivier Krumbholz, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik kvenna, hefur verið tekinn inn í heiðurshöll franska íþróttasambandsins. Krumbholz stýrði kvennalandsliðinu í um um aldarfjórðung með frábærum árangri en undir hans stjórn vann landsliðið allt sem hægt var að vinna.
Krumbholz...
Daníel Þór Ingason og liðsmenn Balingen-Weilstetten unnu Dessau-Rosslauer HV 06, 33:29, á heimavelli í gær í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði ekki mark í leiknum en átti tvær stoðsendingar og varði eitt skot í vörninni. Balingen-Weilstetten situr...