Birta Rún Grétarsdóttir skoraði tvisvar sinnum þegar lið hennar, Fjellhammer, vann Storhamar2 með 17 marka mun, 35:18, í næst efstu deild norska handknattleiksins á heimavelli í gær. Fjellhammer og Volda eru efst í deildinni með átta stig hvort lið....
Olivier Krumbholz, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik kvenna, hefur verið tekinn inn í heiðurshöll franska íþróttasambandsins. Krumbholz stýrði kvennalandsliðinu í um um aldarfjórðung með frábærum árangri en undir hans stjórn vann landsliðið allt sem hægt var að vinna.
Krumbholz...
Daníel Þór Ingason og liðsmenn Balingen-Weilstetten unnu Dessau-Rosslauer HV 06, 33:29, á heimavelli í gær í 2. deild þýska handknattleiksins. Daníel Þór skoraði ekki mark í leiknum en átti tvær stoðsendingar og varði eitt skot í vörninni. Balingen-Weilstetten situr...
Dagur Gautason skoraði fjögur mörk fyrir ØIF Arendal á heimavelli í gær þegar liðið gerði jafntefli við Bergen Håndball, 33:33, í 5. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. ØIF Arendal er fallið niður í 9. sæti deildarinnar eftir tap og...
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum þegar Bjerringbro/Silkeborg vann Kolding á heimavelli í gær í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 33:27. Bjerringbro/Silkeborg færðist upp í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leikið. Staðan...
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði tvö mörk í þriggja marka tapi liðs hennar, Skara HF, á heimavelli í leik við HK Aranäs, 31:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrradag. Skara HF hefur unnið enn af þremur fyrstu leikjunum í...
Þýski handknattleiksmaðurinn Paul Drux tilkynnti í fyrradag að hann sé tilneyddur að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall. Drux, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og fyrirliði Füchse Berlin, hefur átt í þrálátum meiðslum í hné um árabil....
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kadetten Schaffhaunsen vann Suhr Aarau, 42:31, áttundu umferðar A-deildar svissneska handknattleiksins í gær. Kadetten er efst í deildinni með 14 stig að loknum átta leikjum, er fjórum...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar, Kristianstad HK, vann Höörs HK H65, 33:24, í upphafsleik þriðju umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Höörs-inga og var þetta fyrsta tap þeirra á...
Henrik Signell er hættur þjálfun kvennalandsliðs Suður Kóreu í handknattleik eftir hálft annað ár í starfi. Signell segir margt í starfsumhverfinu í Suður Kóreu vera sérstakt. M.a. skorti ekki peninga en á sama tíma þá hafi stjórnendur handknattleikssambandsins enga...