- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tandri Már sá um að jafna metin

Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Tandri Már Konráðsson tryggði Stjörnunni annað stigið í viðureign við FH í Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld, 28:28. Hann jafnaði metin eftir lipurlega sókn á allra síðustu sekúndum viðureignar liðanna. Ásbjörn Friðriksson hafði komið FH yfir þegar 33 sekúndur voru eftir, 28:27, með því að skora úr vítakasti.


FH-liðið var sterkara í fyrri hálfleik og hafði m.a. þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Mestur varð munurinn fimm mörk í síðari hálfleik en nokkuð stjórnleysi var á tíðum á sóknarleik Stjörnunnar sem FH-ingum tókst að nýta sér.


Þegar á leið komst betri stjórn á leik Stjörnumanna. Þeir tóku að nálgast FH-inga svo að undir lokin mátti vart á milli sjá.


Snurða hljóp á þráðinn í tölfræðiuppfærslu HBstatz frá leik FH og Stjörnunnar. Þar af leiðandi liggur ekki ljóst fyrir hvernig mörkin skiptust á milli leikmanna. Fréttin verður uppfærð um leið og öll kurl verða komin til grafar.


Fyrr í kvöld unnu Hauka liðsmenn ÍBV með eins marks mun, 33:32.


Hafnafjarðarmótinu verður framhaldið á miðvikudaginn á Ásvöllum. FH og ÍBV eigast við klukkan 18 og Haukar og Stjarnan klukkan 20. Endahnútur Hafnarfjarðarmótsins verður bundinn á föstudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -