- Auglýsing -
Tanja Glóey Þrastardóttir, markvörður, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK sem leikur í Grill 66-deildinni á komandi keppnistímabili.
Tanja kom aftur í HK fyrir tveimur árum eftir að hafa verið um skeið hjá Aftureldingu. Hún hefur reynst HK-liðinu mikilvæg innan vallar og utan, segir í tilkynningu HK.
„Í vetur spilaði Tanja 17 leiki og var með 7,2 varin skot að meðaltali í leik – algjör veggur í markinu,“ segir ennfremur í tilkynningu HK frá í gær.
- Auglýsing -