- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tap og sparnaður hjá norska meistaraliðinu

Magnus Gullerud leikmaður Kolstad í leik í Meistaradeildinni í vetur. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Norska meistaraliðið Kolstad, sem fjórir íslenskir handknattleiksmenn leika með, er áfram í fjárhagslegri spennitreyju. Árum saman hefur verið eytt umfram efni. Verulegur niðurskurður launa, um 30%, var hjá félaginu sumarið 2023. Heldur hefur harðnað á dalnum. Ekki hefur tekist að afla tekna í samræmi við útgjöld sem námu um 900 milljónum íslenskra króna á síðasta ári.


Svo virðist sem göfugar áætlarnir þegar forráðamenn félagsins blésu til sóknar 2022 og réðu Christian Berge þáverandi landsliðsþjálfara Noregs til starfa hafi ekki gengið eftir.

Engir nýir leikmenn að utan

Nú er svo komið að félagið verður að gera hlé á að krækja í leikmenn utan Noregs um leið og stigið verður á hemil útgjalda.
Tap hefur verið á rekstri Kolstad síðustu árin. Hefur það heldur aukist en hitt. Á síðasta ári nam það um 120 milljónum íslenskra króna samanborið við 34 milljónir árið á undan.

Stjörnunum fækkar

Í upphafi stóð til að uppistaða leikmanna félagsins yrði norskir landsliðsmenn auk annarra sterkra leikmanna m.a. frá Íslandi. Norsku stjörnunum hefur fækkað jafnt og þétt. Síðast kvaddi fremsti handknattleiksmaður Noregs, Sander Sagosen, félagið í febrúar og samdi við Aalborg Håndbold. Í vor yfirgefur norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud félagið og flytur til Póllands.

Einn Íslendinganna fjögurra, Sveinn Jóhannsson, hefur ákveðið að róa á ný mið. Sveinn samdi fyrir nokkru um að ganga til liðs við Chambéry í Frakklandi í sumar.

Sigvaldi Björn Guðjónsson er samningsbundinn Kolstad til 2030 en bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar sömdu til skemmri tíma.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -