- Auglýsing -

Teitur og félagar upp að hlið meistaranna

Teitur Örn Einarsson leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg

Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg komust upp að hlið THW Kiel í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með fjögurra marka sigri á HC Erlangen, 30:26, í Arena Nürnberger Versicherung, heimavelli Erlangen.
Flensburg var tveimur mörkum yfir, 15:13, að loknum fyrri hálfleik.


Teitur Örn Einarsson kom ekki mikið við sögu í leiknum. Hann náði ekki að skora en átti eina stoðsendingu.


Svíinn Simon Jeppsson var markahæstur liðsmanna Erlangen með sjö mörk, þar af tvö úr vítakasti. Landi Jeppsson, Hampus Wanne, var atkvæðamestur hjá Flensburgliðinu með sex mörk og fyrirliði þýska landsliðsins, Johannes Golla, var næstur með fimm mörk.


Fjórir leikir hefjast klukkan þrjú í þýsku 1. deildinni:
Hannover-Burgdorf – THW Kiel.
Füchse Berlin – Stuttgart.
Wetzlar – HSV Hamburg.
Bergischer HC – TBV Lemgo Lippe.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -