- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn heldur áfram að nýta tækifærið

Teitur Örn Einarsson er leikmaður Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson heldur áfram að nýta mjög vel tækifærið sem fylgir auknum leiktíma með þýska liðinu Flensburg-Handewitt. Hann var næst markahæsti maður liðsins í kvöld þegar það vann Lemgo á heimavelli, 34:29. Teitur Örn skoraði sjö mörk í tíu skotum. Ekkert markanna var úr vítakasti.

Teitur Örn hefur leikið mikið eftir að Hollendingurin Kay Smits neyddist til þess að taka sér veikindaleyfi um ótiltekinn tíma vegna hjartavandamála.


Teitur Örn lætur ekki aðeins til sín taka í sókninni. Hann er einnig í verulegu hlutverki í vörninni.

Lasse Kjær Møller skoraði átta mörk fyrir Flensburg. Emil Buhl Lærke skoraði sex mörk fyrir Lemgo og var markahæstur. Flensburg var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.

Flensburg er sem fyrr í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar, fjórum stigum á eftir Füchse Berlin sem lagði Stuttgart í Max Schmeling Halle í Berlín í kvöld, 32:27. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg að leika við Hamburg. Með sigri í leiknum mun Magdeburg jafna metin við Berlínarliðið.

Aftur á elleftu stundu

Annan leikinn í röð tyggði Balingen-Weilstetten sér annað stigið með jöfnunarmarki skömmu fyrir leikslok. Um síðustu helgi jafnaði Oddur Gretarsson metin úr vítakasti gegn HSV Hamburg. Í kvöld skoraði samherji Odds, Nikola Grahovac, jöfnunarmark, 22:22, gegn HC Erlangen sjö sekúndum áður en leiktíminn var á enda runninn. Leikið var í Balingen.

Oddur skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, eins og í undanförnum leikjum. Oddi brást ekki bogalistin í leiknum.

Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark fyrir Balingen-Weilstetten sem því miður rekur ennþá lestina í 1. deildinni í Þýskalandi með sjö stig eftir 18 leiki. Eisenach er tveimur stigum ofar á leik til góða. Stuttgart er í þriðja neðsta sæti með 11 stig.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -