Teitur Örn Einarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem er í Þýskalandi þessa dagana. Teitur Örn kemur í stað Sigvalda Björns Guðjónssonar sem meiddist á æfingu landsliðsins í dag. Ekki er um alvarleg meiðsli að ræða eftir því sem handbolti.is en nóg til þess að hann getur ekki tekið þátt í leikjunum við Þjóðverja á fimmtudag og sunnudag.
Teitur Örn er staddur hér á landi í leyfi en mun fara til móts við landsliðið í fyrramálið með Icelandair frá Keflavík beint til München þar sem landsliðið er við æfingar.
Á keppnistímabilinu hefur Teitur Örn meira og minna leikið í hægra horni með Gummersbach auk þess að leysa bakvarðastöðuna í varnarleik liðsins.
Teitur Örn var síðast í landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Króatíu í upphafi ársins.




