- Auglýsing -
Teitur Örn Einarsson stórskytta Flensburg hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem leikur við Austurríki í síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Teitur Örn kemur til Kölnar upp úr hádeginu í dag.
Teitur Örn á að baki 35 landsleiki og skoraði í þeim 36 mörk.
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason eru ennþá frá vegna veikinda. Til viðbótar meiddist Gísli Þorgeir Kristjánsson í leiknum við Króata og óvíst ennþá um frekari þátttöku hans eins og Ómars Inga og Janusar Daða.
Íslenska landsliðið mætir Austurríki á morgun, miðvikudag, kl. 14.30. Úrslit leiksins skipta miklu máli í keppninni um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna.
Fimm marka sigur er nauðsynlegur
- Auglýsing -