- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar burstuðu sænsku meistarana

Teitur Örn Einarsson er leikmaður Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og félagar í þýska handknattleiksliðinu Flensburg-Handewitt stigu stórt skref í átt að undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í dag þegar þeir unnu sænsku meistarana, IK Sävehof með 11 marka mun í Svíþjóð, 41:30. Um var að ræða fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum keppninnar.

Flensburg hafði mikla yfirburði í leiknum. Ekki stóð steinn yfir steini í varnarleik sænsku meistaranna. Flensburg var átta mörkum yfir að fyrri hálfleik loknum, 22:14.

Teitur Örn skoraði fjögur mörk í sex skotum fyrir Flensburg. Emil Jakobsen var markahæstur með níu mörk. Johannes Golla skoraði átta sinnum og Lasse Kjær Møller sjö sinnum.

Emil Berlin skoraði sex mörk fyrir Sävehof eins og Færeyingurinn Óli Mittún.

Gamall sveitungi Teits Arnar frá Selfoss, Tryggvi Þórisson, hafði sig lítt í frammi í leik Sävehof.

Skjern stendur vel að vígi

Rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest marði sigur á Skjern, 28:27, í Búkarest. Telja verður möguleika Skjern á sæti í átta liða úrslitum þokkalega eftir þessi úrslit.

Síðar í kvöld fara fram tvær síðari viðureignir fyrri umferðar átta liða úrslita. Füchse Berlin og Nantes eigast við í Berlín og Rhein-Neckar Löwen og Sporting Lissabon mætast í Mannheim.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -