- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar eru áfram á sigurbraut

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson var annar af tveimur Íslendingum sem gat fagnað eftir leiki kvöldsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lið hans, Flensburg, vann GWD Minden með 13 marka mun í Flens-Arena í kvöld, 36:23. Teitur Örn lék í hægra horninu í sókninni og skoraði eitt mark. Flensburg fer vel af stað í deildinni og hefur unnið báðar viðureignir sínar til þessa.


Danski hornamaðurinn Emil Jakobsen var markahæstur hjá Flensburg. Hann skoraði níu mörk. Max Staar og Niclas Pieczkowski skoruðu fjögur mörk hvor fyrir GWD Minden sem virðist ætla að eiga erfitt uppdráttar á keppnistímabilinu eins og síðustu árin.


Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sá sína menn vinna Bergischer HC, 23:22, í Klingenhalle í Solingen. Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur af mörkum Bergischer. og var markahæsti leikmaður liðsins.


Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans, Leipzig, tapaði öðrum leiknum í röð er liðið fékk Kiel í heimsókn, 32:22. Niclas Ekberg skoraði sex mörk fyrir Kiel og Steffen Weinhold var næstur með fimm mörk.


Önnur úrslit kvöldsins í þýsku 1. deildinni:
Wetzlar – Füchse Berlin 25:37.
Göppingen – Lemog 34:31.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -