- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar flugu áfram í 8-liða úrslit

Teitur Örn Einarsson er leikmaður Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg flugu áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir unnu Bjerringbro/Silkeborg, 45:26, í lokaumferð riðlakeppni 16-liða úrslitum. Flensburg vann þar með öruggan sigur í 3. riðli, fjórum stigum á undan Bjerringbro/Silkeborg sem gat náð efsta sætinu með 11 marka sigri í leiknum. Sú varð nú aldeilis ekki raunin á Jótlandi.

Teitur Örn skoraði fjögur mörk í leiknum og lét einnig að sér kveða í vörninni. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu leikinn.

Orri Freyr skoraði fimm í Búkarest

Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk og var næst markahæstur leikmanna Sporting þegar þeir unnu Dinamo Búkarest í rúmensku höfuðborginni í kvöld, 31:27. Sporting innsiglaði efsta sæti 4. riðils fyrir viku og en gerði gott betur í kvöld.

Annað sæti hjá Tryggva

Tryggvi Þórisson og liðsmenn sænska liðsins IK Sävehof kræktu í annað sætið í 2. riðli með öruggum sigri á RK Nexe frá Króatíu á heimavelli í kvöld, 34:28. Skjern vann riðilinn og beint í átta liða úrslit. Sävehof leikur við liðið sem hafnar í þriðja sæti 1. riðilsins sem verður að öllum líkindum Hannover-Burgdorf. Tryggvi var í leikmannahópi Sävehof en skoraði ekki mark. Færeyingurinn Óli Mittún átti stórleik. Hann skoraði 11 mörk fyrir Sävehof.

Ýmir Örn og félagar fór áfram

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen höfnuðu í öðru sæti í 1. riðli á eftir Nantes sem á leik síðar í kvöld. Rhein-Neckar Löwen vann Zabrze frá Póllandi, 27:23, í Þýskalandi. Rhein-Neckar Löwen leikur væntanlega við RK Nexe í útsláttarkeppni um sæti í átta liða úrslitum. Ýmir Örn skoraði ekki mark í kvöld.

Þrír leikir standa yfir þegar þetta er skrifað. Að þeim loknum verða öll kurl komin til grafar og ljóst hvaða lið mætast í útsláttarkeppni um sæti í átta liða úrslitum.

Nantes, Skjer, Flensburg og Sporting eru komin áfram en hvaða fjögur önnur lið skýrist eftir krossspil á milli riðla þar sem liðið í öðru sæti í riðli eitt mætir liðinu sem hafnar í þriðja sæti í riðli tvö og þannig koll af kolli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -