- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn og félagar lögðu Evrópumeistarana

Teitur Örn Einarsson er leikmaður Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í Flensburg-Handewitt sáu til þess að Evrópumeistarar Benfica verja ekki tign sína í Evrópudeildinni í handknattleik karla. Flensburg vann Benfica með fimm marka mun, 33:28, í Flens-Arena í kvöld í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.


Flensburg vann fyrri viðureignina í Lissabon fyrir viku með 13 marka mun. Þar af leiðandi hefði eitthvað meira en lítið þurft að snúast í höndunum á Teiti Erni og félögum í kvöld til þess að Benfica sneri við taflinu.


Teitur Örn skoraði þrjú af mörkum Flensborgarliðsins sem mætir Granolles frá Spáni í átta liða úrslitum 11. og 18. apríl. Granolles vann Skanderborg Aarhus, 30:25, á Jótlandi í dag. Danirnir unnu fyrri viðureignina á Spáni fyrir viku með tveggja marka mun. Þeim var ekki kápan úr því klæðinu á heimavelli í kvöld.


Gøran Søgard Johannessen var markahæstur hjá Flensburg með sex mörk. Johannes Golla og Hans Aaron Mensing voru næstir með fimm mörk hvor.

Sigur nægði Roland og félögum ekki

HC Motor frá Úkraínu er úr leik í Evrópudeildinni þrátt fyrir tveggja marka sigur á RK Nexe í Króatíu í síðari leiknum, 29:27. HC Motor tapaði fyrri leiknum sem fram fór í Þýskalandi með fjögurra marka mun, 27:23.

Roland Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor og Íslandsvinurinn Savukynas Gintaras er þjálfari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -