- Auglýsing -
Björgvin Páll Gústavsson markvörður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir væntanlega leiki við Ísrael og Eistland í undankeppni Evrópumóts karla í handknatteik sem fram fara undir lok þess mánaðar.
Hann greinir frá þessu í yfirlýsingu í dag. Nokkurra vikna gömul samskipti Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, hafa riðið húsum í fjölmiðlum undanfarna daga. Verða þau ekki rakin frekar á handbolti.is.
Björgvin Páll hefur tilkynnt landsliðsþjálfurunum Ágústi Þór Jóhannssyni og Gunnari Magnússyni ákvörðun sína.
Telja má þá landsleiki á fingrum sér sem Björgvin Páll hefur ekki tekið þátt í á undanförnum 15 árum.
- Auglýsing -